á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Þetta gengur nú ekki .... að ég skuli strax vera orðin löt við að blogga. Alla vega þá er þetta svona helstu viðburðir. Það var náttúrulega brúðkaup á laugadaginn. Það fór bara vel fram og hann Stefán stal senunni þegar hann átti að rétta prestinum hringapúðan. Hann sagði nefnilega nei og kippti púðanum í burtu. Hringarnir enduðu samt á fingrum foreldra hans. Flest öllum að óvörum þá mætti Gústi í brúðkaupið, allir rosalega hissa að sjá hann þarna. Jamms enginn átti von á að sjá hann svona snemma í júlí. Núna er hann búinn að ákveða að dvelja aðeins lengur hér á klakanum, mér finnst það bara frábært. Við frænkurnar fórum í sundfataleiðangur á mánudaginn til að vera viðbúnar þegar næst kæmi svona fínt veður eins og var á mánudaginn! Ég verð nú bara að segja það að ekki er nú mikið úrval af sundfatnaði akkurat núna í íþróttaverslunum. Ég endaði að kaupa mér sundföt en ekki sundbol eins og planið var. Sundfötin saman standa af hlýrabol og buxum. Nú er það bara að fara í sund og prufa nýju fötin. Ég læt þetta duga í bili og reyni kannski að vera ögn duglegri við að skrifa, kannski bara í lok þessarar viku! Hver veit!! Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|