á endalausu ferðalagi...
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Þetta gengur nú ekki ....

að ég skuli strax vera orðin löt við að blogga. Alla vega þá er þetta svona helstu viðburðir.
Það var náttúrulega brúðkaup á laugadaginn. Það fór bara vel fram og hann Stefán stal senunni þegar hann átti að rétta prestinum hringapúðan. Hann sagði nefnilega nei og kippti púðanum í burtu. Hringarnir enduðu samt á fingrum foreldra hans.

Flest öllum að óvörum þá mætti Gústi í brúðkaupið, allir rosalega hissa að sjá hann þarna. Jamms enginn átti von á að sjá hann svona snemma í júlí. Núna er hann búinn að ákveða að dvelja aðeins lengur hér á klakanum, mér finnst það bara frábært.

Við frænkurnar fórum í sundfataleiðangur á mánudaginn til að vera viðbúnar þegar næst kæmi svona fínt veður eins og var á mánudaginn! Ég verð nú bara að segja það að ekki er nú mikið úrval af sundfatnaði akkurat núna í íþróttaverslunum. Ég endaði að kaupa mér sundföt en ekki sundbol eins og planið var. Sundfötin saman standa af hlýrabol og buxum. Nú er það bara að fara í sund og prufa nýju fötin.

Ég læt þetta duga í bili og reyni kannski að vera ögn duglegri við að skrifa, kannski bara í lok þessarar viku! Hver veit!!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.